Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
almennir starfsmenn sendiráðs
ENSKA
non-diplomatic staff
Svið
utanríkisráðuneytið
Skilgreining
.. þeir starfsmenn sem eru ekki diplómatískir fulltrúar (sbr. II.E.1.). skiptast í tvo flokka: skrifstofu- og tæknistarfsmenn annars vegar og þjónustustarfsmenn hins vegar. (Meðferð utanríkismála eftir Pétur J. Thorsteinsson )

Rit
Orðasafn á sviði utanríkisþjónustu
Skjal nr.
Diplo
Athugasemd
Eins og segir hér að framan er merking orða í þessu riti sem hér segir: Starfsmenn sendiráða eru aðrir sendiráðsmenn en forstöðumenn, diplómatiskir starfsmenn sendiráða eru þeir starfsmenn, sem hafa diplómatísk réttindi, diplómatískir fulltrúar eru forstöðumenn sendiráða og diplómatískir starfsmenn. Hér verður stundum notað heitið almennir starfsmenn sendiráða yfir aðra starfsmenn en diplómatíska fulltrúa (á ensku "non-diplomatic staff"). Meðferð utanríkismála eftir Pétur J. Thorsteinsson. 4. útg. Utanríkisráðuneytið. Reykjavík, 1999, (kafli II.E.1.))

..... Í hópi skrifstofu- og tæknistarfsmanna eru m.a. vélritarar, einkaritarar, bókarar, prófarkalesarar, túlkar, skjalaverðir, dulmálsritarar og bókhaldarar.
...
Meðal þjónustustarfsmanna má nefna t.d. ræstingarmenn, dyraverði, öryggisverði, sendiboða og bifreiðarstjóra. Mjög er algengt að starfsmenn í þessum flokki séu staðarráðnir starfsmenn. (Meðferð utanríkismála eftir Pétur J. Thorsteinsson. 4. útg. Utanríkisráðuneytið. Reykjavík, 1999, (kafli II.E.9.))

Sbr. staðarráðnir starfsmenn

Aðalorð
starfsmaður - orðflokkur no. kyn kk.
Önnur málfræði
nafnliður

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira