Diplómatískir fulltrúar á hverjum stað eru nefndir einu nafni "diplómatahópurinn". Venjulega er notað franska heitið "le corps diplomatique" og á ensku "diplomatic corps" ("diplomatic body" heyrist einstöku sinnum). Sumir telja að til diplómatahópsins teljist eingöngu forstöðumenn sendiráða, en algengast er að álíta hugtakið ná til bæði forstöðumanna sendiráða og allra diplómatískra starfsmanna sendiráða, þ.á m. sérfulltrúa eins og hermálafulltrúa, efnahagsmálafulltrúa, menningarfulltrúa o.s.frv.