Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
kælilausn
ENSKA
cooling solution
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Sexgilt króm sem tæringarvarnarefni í kolstálskælikerfinu í ísogskælum upp að 0,75%, miðað við þyngd, í kælilausninni

[en] Hexavalent chromium as an anticorrosion agent of the carbon steel cooling system in absorption refrigerators up to 0,75 % by weight in the cooling solution

Rit
[is] Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 24. september 2010 um breytingu á viðaukanum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/95/EB, að því er varðar undanþágur varðandi búnað sem inniheldur blý, kvikasilfur, kadmíum, sexgilt króm, fjölbrómuð bífenýl eða fjölbrómaða dífenýletera, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni

[en] Commission Decision of 24 September 2010 amending, for the purposes of adapting to scientific and technical progress, the Annex to Directive 2002/95/EC of the European Parliament and of the Council as regards exemptions for applications containing lead, mercury, cadmium, hexavalent chromium, polybrominated biphenyls or polybrominated diphenyl ethers

Skjal nr.
32010D0571
Athugasemd
Það er eiginleiki ísogskælikerfa að rokgjarn vökvi (ammoníak) er ísogaður í burðarvökvann (vatn) svo að úr verður sterk (ammoníaks-)lausn. Burðarvökvanum með hinum ísogaða, rokgjarna vökva er síðan dælt upp í háan þrýsting. (Dæling á ósamþjappanlegum vökva krefst lítillar vinnu, þjöppun á gasi mjög mikillar. Það þyrfti miku meiri vinnu til að þjappa hinum rokgjarna vökva/gufu einum og sér ef hann væri ekki ísogaður í burðarvökvann.) Kælilausnin er síðan hituð við hinn háa þrýsting þannig að rokgjarni vökvinn skilst frá burðarvökvanum sem gas. Það er síðan kælt þannig að rokgjarna gasið þéttist í vökva sem síðan má nota í uppgufara kælikerfis þar sem vökvinn sýður við lágan þrýsting og lágan hita, alveg eins og í þjöppukælikerfi. Gufan er síðan ísoguð í burðarvökvann við lága þrýstinginn.


Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira