Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
histamín
ENSKA
histamine
Svið
neytendamál
Dæmi
[is] Fisksósa, sem er framleidd með gerjun, er lagarafurð í fljótandi formi. Alþjóðamatvælaskrárráðið hefur fastsett ný hámarksgildi, sem mælt er með að verði notuð fyrir histamín í slíkri fisksósu, sem eru frábrugðin þeim sem sett eru fram í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2073/2005. Þau tilmæli eru í samræmi við upplýsingar um váhrif, sem neytendur verða fyrir, sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (Matvælaöryggisstofnunin) lagði fram í vísindalegu áliti sínu um áhættumiðaðar varnir gegn myndun lífrænna amína í gerjuðum matvælum (Scientific Opinion on risk based control of biogenic amine formation in fermented foods).


[en] Fish sauce produced by fermentation is a liquid fishery product. The Codex Alimentarius Commission has fixed new recommended maximum levels of histamine in such fish sauce which are different from the ones set out in Annex I to Regulation (EC) No 2073/2005. That recommendation is in line with the information on consumer exposure data presented by the European Food Safety Authority (EFSA) in its Scientific Opinion on risk based control of biogenic amine formation in fermented foods.


Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1019/2013 frá 23. október 2013 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2073/2005 að því er varðar histamín í lagarafurðum

[en] Commission Regulation (EU) No 1019/2013 of 23 October 2013 amending Annex I to Regulation (EC) No 2073/2005 as regards histamine in fishery products

Skjal nr.
32013R1019
Athugasemd
Histamín er í ýmsum matvælum frá náttúrunnar hendi og í eðlilegu magni er það ekki talið skaðlegt fyrir fólk. Þau matvæli sem líkleg eru til að innihalda histamín og önnur lífræn amín eru til dæmis rauðvín, ostar, spægipylsa, ákveðnar fisktegundir og fiskafurðir. Histamín myndast við efnabreytingar á amínósýrunni histidíni. Ef matvæli eru geymd á rangan hátt, til dæmis við of hátt hitastig í langan tíma, geta bakteríur stuðlað að myndun histamíns og annarra amína. Matvæli sem innihalda of mikið af histamíni geta valdið matareitunum. Mikil histamínmyndun getur átt sér stað í vissum fiskafurðum og valdið svonefndri skombroíðeitrun. (Vísindavefurinn, Matvælastofnun, 22.1.2010)


Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira