Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
bylgjuþröm
ENSKA
wave front
DANSKA
bølgefront
SÆNSKA
vågfront
ÞÝSKA
Wellenfront, Wellenstirn
Samheiti
bylgjustafn
Svið
vélar
Dæmi
[is] Lestir sem eru á ferð í jarðgöngum mynda þrýstingsbylgjur, sem fara eftir loftaflfræðilegum eiginleikum fremsta og aftasta hluta þeirra, núningseiginleikum yfirborðs lestarinnar og jarðganganna (þar af leiðandi lengd lestarinnar), hraðanum og fyrirstöðuhlutfallinu - hlutfallinu á milli þversniðs lestarinnar og auða rýmisins í göngunum. Bylgjurnar samanstanda venjulega af skarpri bylgjuþröm sem svarar til framenda lestarinnar og afturhlutans þegar hún fer út úr göngunum og mýkri bylgjum þess á milli.

[en] Operating trains in tunnels generates pressure waves, which depend on the aerodynamic properties of the nose and the tail, of the friction characteristics of the train and tunnel surfaces (hence of the train length), of the speed and of the blockage ratio - the ratio of the train cross section area to the free air section area of the tunnel. These waves are usually composed of sharp fronts corresponding to the train nose and tail leaving the tunnel, with smoother evolutions in between.

Skilgreining
ímyndaður samfelldur flötur gegnum alla punkta í bylgju, sem hafa sama fasa (Orðasafnið Byggingarverkfræði (jarðtækni) á vef Árnastofnunar, 2020)

Rit
[is] Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar frá 21. mars 2001 um grunnfæribreytur samevrópska háhraðajárnbrautakerfisins sem um getur í b-lið 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 96/48/EB

[en] Commission Recommendation of 21 March 2001 on the basic parameters of the trans-European high-speed rail system referred to in Article 5(3)(b) of Directive 96/48/EC

Skjal nr.
32001H0290
Athugasemd
Flöturinn hreyfist fram á við með bylgjunni. Oft merkir bylgjuþröm frambrún bylgju. Ef bylgjuupptök eru í punkti og útbreiðsluhraði jafn til allra átta, er bylgjuþröm hringlaga í tvívíðu rúmi, en kúluflötur í þrívíðu. (Orðasafnið Byggingarverkfræði (jarðtækni) á vef Árnastofnunar, 2020)

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.
ENSKA annar ritháttur
front

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira