Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
menningarlandslag
ENSKA
cultural landscape
Samheiti
búsetulandslag
Svið
sjóðir og áætlanir
Dæmi
[is] Innan aðgerðasviðs 1 munu margvíslegar ráðstafanir beinast að mannauði og fastafjármunum á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu og skógræktar (að efla miðlun þekkingar og nýsköpun) og gæðaframleiðslu. Aðgerðasvið 2 tekur til ráðstafana til að vernda og bæta náttúruauðlindir ásamt því að varðveita búrekstrar- og skógræktarkerfi með mikið náttúrugildi og menningarlandslag á dreifbýlissvæðum í Evrópu.


[en] Under axis 1, a range of measures will target human and physical capital in the agriculture, food and forestry sectors (promoting knowledge transfer and innovation) and quality production. Axis 2 provides measures to protect and enhance natural resources, as well as preserving highnature value farming and forestry systems and cultural landscapes in Europes rural areas.


Rit
[is] Ákvörðun ráðsins frá 20. febrúar 2006 um stefnumið Bandalagsins á sviði dreifbýlisþróunar (áætlunartímabilið 2007-2013)

[en] Council Decision of 20 February 2006 on Community strategic guidelines for rural development (programming period 2007 to 2013)

Skjal nr.
32006D0144
Athugasemd
Víða erlendis er lögð mikil áhersla á verndun búsetulandslags eða menningarlandslags (kulturlandskab, cultural landscape) og er það oft einn fyrirferðamesti þáttur náttúruverndar. Raunar miðar náttúruvernd í Evrópu sjaldnast að einhverju sem kalla mætti upphaflega eða villta náttúru, hún glataðist víðast hvar fyrir svo löngu síðan að hún verður ekki endurheimt. Lífríkis- og landslagsvernd í Evrópu beinist miklu oftar að þeirri manngerðu náttúru sem mótaðist á löngum tíma af hefðum og verkmenningu sem héldust svipaðar um hundruðir eða jafnvel þúsundir ára, allt fram til þess tíma þegar landbúnaður tók að vélvæðast á 20. öld. Hugtakið búsetulandslag tekur til alls lands þar sem ummerki mannsins sjást (Frislid 1990). Borgarlandslag og iðnaðarlandslag fellur því einnig undir búsetulandslag, en oftast beinist áhugi að landslagi mótuðu af hefðbundnum landbúnaði. Verndun búsetulandslags tekur til margra þátta, gróðurs og annars lífríkis, menningarverðmæta, s.s. gamalla húsa og mannvirkja, og til sögu verkmenningar eins og hún birtist í landinu. Verndun búsetulandslags er víða nátengd verndun líffræðilegrar fjölbreytni og fjölbreytni í landslagi.

(Þóra Ellen Þórhallsdóttir í Ásýnd landsins, 2001)


Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira