Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn ţýđingamiđstöđvar utanríkisráđuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Ţorgeirsdóttir
Leitarorđ Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviđa

Um Hugtakasafniđ:

Sjá einnig:

Ţýđingamiđstöđ utanríkisráđuneytisins hefur birt hugtakasafn sitt á vefslóđinni: www.hugtakasafn.utn.stjr.is.

Hátt í aldarfjórđung hafa veriđ ţýddir hjá ţýđingamiđstöđ utanríkisráđuneytisins lagatextar sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvćđiđ (EES-samninginn). Eitt stćrsta verkefniđ í ţýđingarstarfinu er skilgreining nýrra hugtaka í textunum og leit ađ íslenskum ţýđingum ţessara sérfrćđihugtaka (íslenskum íđorđum). Ţetta er jafnan tímafrekasti ţátturinn í starfinu og oft ţarf ađ smíđa nýyrđi ţegar orđaleitin ber ekki árangur. Frá upphafi ţýđingarstarfsins hefur íđorđum og orđasamböndum veriđ safnađ í Hugtakasafn ţýđingamiđstöđvar. Hugtakasafniđ er birt á vef utanríkisráđuneytisins og hefur veriđ ađgengilegt á Netinu frá árinu 1995. Flest íđorđanna tengjast hinum margvíslegu sérsviđum EES-samningsins en af ţeim má nefna t.d. félagsleg réttindi, flutninga, fjármál, lyf, neytendamál og umhverfismál. Ţá eru í safninu mörg íđorđ úr lagamáli og stjórnsýslu, svo og heiti milliríkjasamninga, stofnana, nefnda, ráđa o.fl. Einnig hefur orđasafn Ţróunarsamvinnustofnunar Íslands veriđ birt í Hugtakasafninu.

Hjá ţýđingamiđstöđ er unniđ ađ íđorđastarfi og nýyrđasmíđ í samstarfi viđ sérfrćđinga hjá ráđuneytum, opinberum stofnunum, í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu. Nú eru í safninu rúmlega 82.000 fćrslur og hverri ţeirra fylgja nokkrir upplýsingareitir. Ný íđorđ eru reglulega fćrđ inn. Međ ţýđingum og íđorđastarfi er sífellt unniđ ađ ţví ađ stćkka íslenskan orđaforđa, efla íslenska tungu og styrkja stöđu hennar á nýjum sviđum. Nálgast má allar birtar ţýđingar sem falla undir EES-samninginn á vef EFTA: EEA-Lex.

Ađgangur ađ safninu er öllum opinn.

Athugiđ:
Hugtakasafniđ er í eigu ţýđingamiđstöđvar utanríkisráđuneytisins og unniđ af starfsmönnum hennar. Heimilt er ađ endurnota upplýsingar úr Hugtakasafni, sbr. VII. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, enda sé uppruna upplýsinganna jafnan getiđ.

Ritstjóri Hugtakasafns ţýđingamiđstöđvar er Sigrún Ţorgeirsdóttir. Ađ ritstjórn Hugtakasafns hafa unniđ Ásta K. Hauksdóttir Wium íđorđastjóri, Björgvin R. Andersen íđorđastjóri, Hálfdan Ó. Hálfdanarson íđorđastjóri og Sindri Guđjónsson lögfrćđingur. Reynir Gunnlaugsson er vefstjóri og Björn Ţór Jónsson hefur umsjón međ forritun.

Hugtakasafniđ var síđast uppfćrt 6. desember 2017

Var efniđ hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verđur notuđ til ađ bćta gćđi ţjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráđsins. Hikađu ekki viđ ađ hafa samband ef ţig vantar ađstođ.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Ţessi síđa notar vafrakökur Lesa meira