Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
starfsleyfi
ENSKA
authorisation
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Gildissvið starfsleyfis

1. Starfsleyfi skv. 14. gr. gildir alls staðar í Bandalaginu. Það heimilar vátryggingafélögum, þ.m.t. endurtryggingafélögum, að stunda starfsemi þar, og tekur starfsleyfið einnig til staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu.

2. Með fyrirvara um 14. gr. skal starfsleyfi veitt fyrir tiltekinn flokk frumtrygginga eins og þeir eru skráðir í A-hluta I. viðauka eða í II. viðauka. Leyfið nær til flokks líftrygginga í heild nema umsækjandi óski eftir að tryggja aðeins hluta þeirrar áhættu sem flokkurinn tekur til.
Áhætta sem fellur undir tiltekinn flokk skal ekki talin með neinum öðrum flokki nema í tilvikum sem um getur í 16. gr.
Heimilt er að veita starfsleyfi í tveimur eða fleiri flokkum trygginga þegar landslög aðildarríkis heimila að slíkir flokkar séu reknir samtímis.


[en] Scope of authorisation

1. An authorisation pursuant to Article 14 shall be valid for the entire Community. It shall permit insurance and reinsurance undertakings to pursue business there, that authorisation covering also the right of establishment and the freedom to provide services.

2. Subject to Article 14, authorisation shall be granted for a particular class of direct insurance as listed in Part A of Annex I or in Annex II. It shall cover the entire class, unless the applicant wishes to cover only some of the risks pertaining to that class.
The risks included in a class shall not be included in any other class except in the cases referred to in Article 16.
Authorisation may be granted for two or more of the classes, where the national law of a Member State permits such classes to be pursued simultaneously.


Skilgreining
1 heimild sem yfirvöld veita fyrirtæki til tiltekinnar atvinnustarfsemi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (s.s. um tryggingar eða mengunarvarnir)
2 heimild sem yfirvöld veita einstaklingi til að starfa í lögverndaðri starfsgrein á grundvelli menntunar
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB frá 25. nóvember 2009 um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II)

[en] Directive 2009/138/EC of the European Parliament and of the Council 2009/138/EC of 25 November 2009 on the taking-up and pursuit of the business of Insurance and Reinsurance (Solvency II)

Skjal nr.
32009L0138
Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ENSKA annar ritháttur
authorization

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira