Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
gáleysi
ENSKA
negligence
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Flugfélög í Bandalaginu ættu ekki að geta borið fyrir sig 2. mgr. 21. gr. Montreal-samningsins nema þau geti sannað að tjónið hafi ekki orðið vegna gáleysis, óréttmætra aðgerða eða vanrækslu flugfélagsins, starfsmanna þess eða fulltrúa.

[en] The Community air carrier should not be able to avail itself of Article 21(2) of the Montreal Convention unless it proves that the damage was not due to the negligence or other wrongful act or omission of the carrier or its servants or agents.

Skilgreining
gáleysi:
1 (í refsirétti) það að hinn brotlegi álítur eða hefur hugboð um að refsinæm afleiðing verknaðar kunni að koma fram, eða hann hefur hugboð um að aðrir refsinæmir þættir verknaðarlýsingar kunni að vera fyrir hendi, en hann vinnur verkið í trausti þess að afleiðingin komi ekki fram eða að hugboðið reynist ekki rétt. Það er enn fremur g. ef hinn brotlegi, sem gegn og skynsamur maður, hefði átt að gera sér grein fyrir nefndum aðstæðum og bregðast við í samræmi við þær, en hefur hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum mátti ætlast

2 (í skaðabótarétti) sú huglæga afstaða manns sem felst í vilja hans. Tjóni er valdið af g. ef sú háttsemi tjónvalds hefur, vegna þess að hann hefur ekki sýnt þá varkárni sem ætlast má til af honum, vikið frá því sem telja má viðurkennda háttsemi samkvæmt því sem ákveðið er í lögum, fordæmum, venju eða eftir öðrum viðmiðunum í skaðabótarétti

almennt gáleysi: aðgæsluleysi á tilteknu stigi. A., sem einnig er nefnt einfalt gáleysi, er lægra stig gáleysis. Hins vegar stórfellt gáleysi

(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 889/2002 frá 13. maí 2002 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 2027/97 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa

[en] Regulation (EC) No 889/2002 of the European Parliament and of the Council of 13 May 2002 amending Council Regulation (EC) No 2027/97 on air carrier liabilty in the event of accidents

Skjal nr.
32002R0889
Athugasemd
,Gáleysi´ er í íslenskum rétti flokkað í ,almennt gáleysi´, samh. einfalt gáleysi, (e. negligence) annars vegar og ,vítavert gáleysi´, samh. stórfellt gáleysi, stórkostlegt gáleysi, (e. gross negligence) hins vegar. ,Minni háttar gáleysi´ (e. slight negligence) er lægra stig gáleysis en ,almennt gáleysi´.

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
almennt gáleysi
einfalt gáleysi

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira