Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
fölsun
ENSKA
counterfeiting
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Aðildarríkin skulu tryggja að landsbundnu aðalskrifstofurnar, sem um getur í 12. gr. Genfarsamningsins, sendi Evrópulögreglunni, í samræmi við Europol-samninginn, miðlægar upplýsingar um rannsóknir á fölsunum og afbrotum sem tengjast fölsun evrunnar, þ.m.t. upplýsingar frá þriðju löndum. Aðildarríkin og Evrópulögreglan skulu vinna saman að því að ákveða hvaða upplýsingar skulu sendar. Upplýsingarnar skulu innihalda að lágmarki upplýsingar um þá aðila sem hlut eiga að máli, upplýsingar um afbrotin, málavexti við uppgötvun afbrotanna, hvernig haldlagning fór fram og tengsl við önnur mál.

[en] Member States shall ensure that the national central offices referred to in Article 12 of the Geneva Convention communicate to Europol, in accordance with the Europol Convention, centralised information on investigations into counterfeiting and offences related to counterfeiting of the euro, including information obtained from third countries. The Member States and Europol shall cooperate with a view to determining which information is to be communicated. The information shall, at least, include the particulars of the persons involved, the particulars of the offences, the circumstances in which the offences were discovered, the context of the seizure and links with other cases.

Rit
[is] Ákvörðun ráðsins frá 6. desember 2001 um að verja evruna gegn fölsunum

[en] Council Decision of 6 December 2001 on the protection of the euro against counterfeiting

Skjal nr.
32001D0887
Athugasemd
Hugtakið ,counterfeiting´ er í sumum tilvikum þýtt sem ,eftirlíking´ eða ,eftirmynd´ en í tengslum við skilríki er talað um ,grunnfölsun´ og í tengslum við greiðslumiðla er talað um ,fölsun´ í EB-/ESB-textum.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira