Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
nafnvirði
ENSKA
nominal value
Svið
efnahagsmál
Dæmi
[is] Í 706. málsgrein ESA 1979 eru leiðbeiningar varðandi meðhöndlun á mismuninum milli útgáfuverðs og nafnvirðis skuldabréfa sem geta talist hefðbundin (skuldabréf þar sem þessi mismunur er lítill):

- að því er skammtímaskuldabréf varðar ber að líta á mismuninn milli útgáfuverðs og nafnvirðis sem vexti, sem bókfærðir eru við útgáfu skuldabréfanna; þessi mismunur hefur því áhrif á halla á ríkisfjármálum,
- að því er meðallöng skuldabréf og langtímaskuldabréf varðar, ber ekki að líta á mismuninn milli útgáfuverðs og nafnvirðis sem vexti heldur sem geymsluhagnað og -tap; þessi mismunur hefur engin áhrif á halla á ríkisfjármálum.

[en] ESA 79 (paragraph 706) indicates the treatment of the difference between the issue price and the nominal value for bonds that can be qualified as ''conventional` (those for which this difference is small):

- for short term bonds, the difference between the issue price and the nominal value is to be regarded as interest recorded at the issuance of the bonds; this difference has therefore an impact on government deficit,
- for medium and long term bonds, the difference between the issue price and the nominal value is not to be regarded as interest but as holdings gains and losses; this difference has therefore no impact on government deficit.

Rit
[is] Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 24. júlí 1998 um tiltekin sérstök viðskipti sem tilgreind eru innan ramma vinnunnar við bókun um málsmeðferð vegna óhóflegs fjármálahalla, vegna beitingar 1. gr. tilskipunar ráðsins 89/130/EEB um samræmingu skýrslugerðar um verga þjóðarframleiðslu á markaðsvirði

[en] Commission Decision of 24 July 1998 concerning certain specific transactions identified within the work on the protocol of the Excessive Deficit Procedure, for the application of Article 1 of Council Directive 89/130/EEC, Euratom on the harmonisation of the compilation of gross national product at market prices

Skjal nr.
31998D0501
Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira