Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
starfsemi viðskiptavaka
ENSKA
market making activities
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Starfsemi viðskiptavaka gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa seljanleika á mörkuðum í Sambandinu og viðskiptavakar þurfa að taka skortstöður til að sinna því hlutverki. Ef sett eru skilyrði um slíka starfsemi gæti það heft getu þeirra til að skapa seljanleika og haft veruleg neikvæð áhrif á skilvirkni markaða Sambandsins. Þar að auki skal ekki vænta þess að viðskiptavakar taki verulegar skortstöður nema í mjög skamman tíma. Því er rétt að veita einstaklingum eða lögaðilum, sem taka þátt í slíkri starfsemi, undanþágu frá kröfum sem gætu heft getu þeirra til að stunda slíka starfsemi og þannig haft neikvæð áhrif á markaði Sambandsins.


[en] Market making activities play a crucial role in providing liquidity to markets within the Union and market makers need to take short positions to perform that role. Imposing requirements on such activities could severely inhibit their ability to provide liquidity and have a significant adverse impact on the efficiency of the Union markets. Furthermore market makers would not be expected to take significant short positions except for very brief periods. It is therefore appropriate to exempt natural or legal persons involved in such activities from requirements which could impair their ability to perform such a function and therefore adversely affect the Union markets.


Skilgreining
[is] starfsemi fjárfestingarfyrirtækis, lánastofnunar, aðila þriðja lands eða fyrirtækis eins og um getur í 1. lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2004/39/EB, sem er aðili að viðskiptavettvangi eða markaði í þriðja landi með laga- og eftirlitsramma, sem framkvæmdastjórnin hefur lýst jafngildan skv. 2. mgr. 17. gr., þegar hlutaðeigandi verslar með fjármálagerning sem ábyrgðaraðili, hvort sem stunduð eru viðskipti með fjármálagerninginn innan eða utan viðskiptavettvangs, með einhverjum eftirfarandi hætti:

i. með því að setja fram samtímis bindandi kaup- og sölutilboð sambærilegrar stærðar og á sambærilegu verði í þeim tilgangi að veita aukinn seljanleika á markaði á reglubundinn og samfelldan hátt,

ii. með því að uppfylla pantanir af hálfu viðskiptavina eða sem svar við beiðnum viðskiptavina um viðskipti, sem þáttur í venjulegri starfsemi hans,

iii. með því að verja stöður sem verða til við rækslu verkefna skv. i.- og ii.-lið


[en] the activities of an investment firm, a credit institution, a third-country entity, or a firm as referred to in point (l) of Article 2(1) of Directive 2004/39/EC, which is a member of a trading venue or of a market in a third country, the legal and supervisory framework of which has been declared equivalent by the Commission pursuant to Article 17(2) where it deals as principal in a financial instrument, whether traded on or outside a trading venue, in any of the following capacities:

i) by posting firm, simultaneous two-way quotes of comparable size and at competitive prices, with the result of providing liquidity on a regular and ongoing basis to the market;

ii) as part of its usual business, by fulfilling orders initiated by clients or in response to clients requests to trade;

iii) by hedging positions arising from the fulfilment of tasks under points (i) and (ii)


Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga

[en] Regulation (EU) No 236/2012 of the European Parliament and of the Council of 14 March 2012 on Short Selling and certain aspects of Credit Default Swaps

Skjal nr.
32012R0236
Athugasemd
Tillaga frá samráðshópi fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans, Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka fjárfesta (2013)

Aðalorð
starfsemi - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira