Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
rafsegulbylgja
ENSKA
electromagnetic wave
Samheiti
rafsegulgeislun
Svið
tæki og iðnaður
Dæmi
[is] Hlífðargler: Gler sem hlífir gegn skemmdarverkum, innbrotum, byssukúlum, sprengingum, rafsegulbylgjum, röntgengeislum, eldi og útfjólublárri geislun.

[en] Protective glass: Glass providing protection from vandalism, burglary, bullets, explosions, electromagnetic waves, X-rays, fire and ultraviolet radiation.

Skilgreining
Rafsegulgeislun
Hægt er að ímynda sér rafsegulbylgju sem bylgju myndaða af annars vegar bylgju í segulsviðinu og hins vegar í rafsviðinu sem liggja þversum á hvora aðra og eru í takt.
Rafsegulgeislun eða rafsegulbylgjur (stundum kallað ljós) eru bylgjur í rafsegulsviðinu sem ferðast gegnum rúmið og bera með sér orku. Rafsegulgeislun inniheldur útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrautt ljós, sýnilegt ljós, útfjólublátt ljós, röntgengeislun og gammageislun.

Snúið er að lýsa því hvað rafsegulgeislun er. Hægt er að lýsa hegðun rafsegulgeislunar á tvo vegu:
1.Lýsa má rafsegulgeislun sem bylgjum, samtaka sveiflum í bæði segulsviði og rafsviði líkt og nafnið gefur til kynna. Þessar samtaka sveiflur sveiflast hornrétt hvor á aðra og þvert á þá stefnu sem bylgjurnar ferðast í.
2.Líka má líta á rafsegulgeislun sem eindir sem streyma um sem litlir orkuskammtar. Ljós fylgir lögmálum skammtafræðinnar.
Báðar þessar leiðir eru rétt leið til að lýsa hegðun rafsegulbylgja. Þetta er hið torskilda tvíeðli ljóss.
Rafsegulgeislun verður til þegar frumeindir (atóm) losar frá sér orku. Þegar frumeind tekur í sig orku veldur það því að ein eða fleiri rafeind í frumeindinni hækkar um orkuþrep. Þegar rafeindin dettur aftur niður um orkuþrep myndast rafsegulgeislun. Sú gerð rafsegulgeislunar sem myndast fer eftir frumeind og magni orku, og hún getur verið í formi hita, ljóss, eða annars konar rafsegulgeislunar.
Rafsegulgeislun þarf ekki efni til að berast um í (ólíkt hljóðbylgjum).


Rit
BYGGINGARREGLUGERÐ, 1. HLUTI
Skjal nr.
UÞM2020080070
Athugasemd
Sjá orðasöfn í Íðorðabanka Árnastofnunar, t.d. Raftækniorðasafn.
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira